Hlíð

Valmynd
  • Forsíða
    • Matseðill vikuna 31.ágúst - 4.sept.
  • Leikskólinn
    • Leikskólinn Hlíð
    • Litla Hlíð
      • Keilir
      • Baula
    • Hlíð
      • Grábrók
      • Laki
      • Askja
      • Krafla
      • Sérkennsla
    • Fréttasafn
    • Dagatal
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Starfsfólk
    • Comeniusarverkefni
    • Söngbók
  • Foreldrar
    • Foreldraráð
    • Foreldrafélag
  • Myndir
  • Ritstjórn
    • Stoðtenglar
    • Vinna með myndasafn
    • Bæta v. viðburði
    • Senda inn efni
    • Bakhlutinn
    • Notendaupplýsingar

Hlíð

Engihlíð 6-8 | 411-3590
Eskihlið 19 | 411-3580
hlid@reykjavik.is
  • Forsíða
    • Matseðill vikuna 31.ágúst - 4.sept.
  • Leikskólinn
    • Leikskólinn Hlíð
    • Litla Hlíð
      • Keilir
      • Baula
    • Hlíð
      • Grábrók
      • Laki
      • Askja
      • Krafla
      • Sérkennsla
    • Fréttasafn
    • Dagatal
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Stefna og starfsáætlun
    • Leikskólastarf
    • Starfsfólk
    • Comeniusarverkefni
    • Söngbók
  • Foreldrar
    • Foreldraráð
    • Foreldrafélag
  • Myndir
  • Ritstjórn
    • Stoðtenglar
    • Vinna með myndasafn
    • Bæta v. viðburði
    • Senda inn efni
    • Bakhlutinn
    • Notendaupplýsingar

Hagnýtar upplýsingar

  • Prenta |
  • Netfang
  • Aðlögun
  • Hefðir og hátíðir
  • Leikföng
  • Leikskólataskan
  • Lyfjagjöf á leikskólatíma
  • Opnunartími leikskólans
  • Skipulags-og námskeiðsdagar
  • Slys á börnum
  • Veikindi barna
  • Vistunartími barna
  • Aðlögun

    Þetta skipulag er aðeins haft til hliðsjónar við aðlögunina. Börn eru misjafnlega fljót að aðlagast nýjum aðstæðum og þvi ekkert eitt skipulag sem hentar öllum. Aðlögun tekur oftast 5 til 10 daga en getur í sumum tilfellum tekið lengri tíma. Þess vegna þurfa allir að vera sveigjanlegir og gefa þessu ferli góðan tima svo að vel gangi.

    Dagur 1
    Barnið kynnist umhverfi leikskólans, kennurum og börnum á deildinni.
    1 klst. Með foreldri
    Mánudagur
    9:15 – 10:15
    Dagur 2
    Barnið mætir í morgunmat. Eftir morgunmatinn getur barnið tekið þátt í leik barnanna eða með kennara og foreldri jafnvel farið fram í kaffistofu í stuttan tíma. Foreldri hjálpar svo barninu við að klæða sig og kemur með út milli kl.10 og 11.
     
    2 - 3 klst. Með foreldri
     
    Þriðjudagur
    8:30 - 11
    Dagur 3
    Barnið mætir í morgunmat og foreldti dvelur með barninu þann tíma. Barnið fer í leik með kennara og börnum og ef allt gengur vel getur foreldri farið í burtu en það þarf að vera hægt að ná í það þi síma ef eitthvað er að. Foreldri kemur til baka kl.11:45 og borðar hádegismat með barninu.
     
    3 – 4 klst. Með/Án foreldri
     
    Miðvikudagur
    8:30 – 12:00
    Dagur 4
    Barnið mætir kl. 8:30 í morgunmatinn. Ef vel gengur getur foreldri farið strax í burtu. Barnið dvelur fram yfir hvíldartímann. Foreldrar sækja barnið eftir hvíldina.
    4 – 5 klst. Án foreldri
    Fimmtudagur
    8:30 – fram yfir hvíld
    Dagur 5
    Barnið mætir í morgunmatinn eins og hina dagana og dvelur í leikskólanum fram yfir síðdegishressingu eða til kl.15:15.
    4 – 5 klst. Án foreldri
    Föstudagur
    8:30 – 15:30

    Eftir vikuna meta foreldrar og deildastjóri hverning hefur gengið og ákveða hvort formlegri aðlögun sé lokið eða hvort það sé þörf á því að gefa barninu meiri tíma í að aðlagast leikskólanum.

    Alla dagana þarf að vera hægt að ná í foreldra í síma ef eitthvað bjátar á.
     
    Gangi okkur vel!!!
     
  • Hefðir og hátíðir

     

    Ljósahátíð: Í byrjun janúar höldum við ljósahátíð og fögnum því að dagur lengist. Skreytum garðinn með luktum og kertum, förum út með vasaljós og leikum okkur að ljósi og skuggum. 

    Sjóræningjadagur
    :  Einn dag á ári breytist leikskólinn í Sjóræningjabæli. Kastalinn verður að sjóræningjaskipi og við skemmtum okkur við að finna fjársjóði og borða framandi ávexti, sem við finnum á dularfullum eyjum í Suðurhöfum.

    Kakódagur: Er í fyrstu viku desember. Foreldrum og systkinum barnanna er boðið í kakó og piparkökur, sem börnin hafa bakað.

     

    Útskrift: Útskrift elstu barnanna, sem eru að ljúka leikskólagöngu, er í lok maí. Útskriftin er mjög hátíðleg þar sem útskriftarárgangur er kvaddur. Einnig er farið í útskriftarferð í  Vatnaskóg í lok maí.



  • Leikföng

    Ekki er æskilegt að börnin komi með leikföng, mat eða aðra smáhluti. Þó er leyfilegt að barnið komi með bók sem hægt er að lesa fyrir allan hópinn. Einnig mega börnin Álfahlíð hafa með sér eitt tuskudýr sér til halds og trausts. Við viljum benda á að starsfólk leikskólans getur ekki borið ábyrgð á þessum hlutum.

  • Leikskólataskan

    Börnin þurfa að hafa með sér aukaföt ef einhver óhöpp eiga sér stað. Einnig má benda á að mikið er unnið með málningu og fleiri efni sem erfitt getur verið að ná úr fötum. Látið því börnin ekki koma í leikskólann í fötum sem ykkur er mjög annt um. Æskilegt er að börnin séu í inniskóm. Lítið í körfurnar í fataklefa með óskilafötum öðru hverju. Vinsamlegast merkið öll föt barnanna, það léttir starfsfólki vinnuna. Munið að tæma fatahólf á föstudögum svo hægt sé að þrífa þau.

    Börnin eiga að koma með hlýjan og góðan fatnað sem hentar íslenskri veðráttu s.s. húfu, vetlinga, ullarsokka, hlýja peysu, regnföt, stígvél, snjógalla, kuldaskó og hlýjar buxur. Einnig er nauðsynlegt að börnin komi með aukafatnað eins og buxur, nærföt, sokka og peysu

  • Lyfjagjöf á leikskólatíma

    Ef barn þarfnast lyfja verður að haga lyfjagjöf þannig að lyfin séu gefin heima.  Undantekning á þessu eru t.d. astmalyf. Allar fjarvistir þarf að tilkynna til leikskólans.

  • Opnunartími leikskólans

    Opnunartími leikskólans er frá kl. 7:30 til kl. 17:00.

  • Skipulags-og námskeiðsdagar

    Leikskólinn er lokaður tvo daga á ári vegna skipulagningar á uppeldis og kennslu leikskólans og tvo daga vegna endurmenntunar starfsfólks.

  • Slys á börnum

    Ef barn slasast í leikskólanum er strax haft samband við foreldra.  Náist ekki í foreldra er farið með barnið á slysadeild eða heilsugæslustöð. Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef breyting verður á símanúmerum.

  • Veikindi barna

    Leikskólinn getur ekki tekið við veiku barni.  Ef barn veikist í leikskólanum er haft samband við foreldra.  Eftir veikindi er æskilegt að barnið sé heima að minnsta kosti einn til tvo sólahringa hitalaut.  Fái barn smitandi sjúkdóm þarf það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá, til að forðast útbreiðslu sjúkdómsins í leikskólanum.  Þegar barn kemur aftur eftir veikindi og þarfnast inniveru þurfa foreldrar að ræða það sérstaklega við starfsfólk deildarinnar.  Oftast eru 1-2 dagar næg innivera.

  • Vistunartími barna

    Ef foreldrar óska eftir breytingu á vistunartíma þarf að sækja um það skriflega hjá leikskólastjóra.

Leikskólinn Hlíð

Engihlíð 6-8, 105 Reykjavík
411-3590
Eskihlið 19, 105 Reykjavík
411-3580
hlid@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning